Boxer spjallið

Fyrir alla sem eiga það sameiginlegt að elska og virða hunda, hvort sem er eigendur eða velunnarar.


  Smá spekúler handa reyndum...

  Share
  avatar
  harpa

  Posts : 41
  Join date : 2009-02-08

  Smá spekúler handa reyndum...

  Post  harpa on Mon Jul 20, 2009 10:40 pm

  Mig langaði nú bara aðeins að forvitnast með ákveðna hegðun.
  Þannig er mál með vexti að hún Gríma mín er nú alveg sérstök eins og auðvitað allir boxerarnir.
  En það er eitt sem mig langar svo að spurja um hvort að einkenni boxerinn almennt eða hvort að minn sé algjört einsdæmi. Ég hef nefninlega aldrey umgengst boxera neitt nema hana Grímu en var samt búin ap lesa mér mikið til og þetta var ein af fáum tegundum sem komu til greina.
  Svo ég komi mér nú að efninu að þegar ég kem heim þá fagnar hún mér auðvitað rosa mikið en fer svo að nudda sér upp við lappirnar á mér eins og kisur gera... Eru hundarnir ykkar að gera þetta líka?
  Einnig er eitt enn og það er.... hún biður um að láta taka sig, eins og litlu börnin og eins biður hún um knús....
  Svo ég taki nú eitt dæmi hérna í kvöld svo þið skiljið mig betur...
  Ég sat við eldhúsborðið og var í tölvunni minni. Þá kemur Gríma undir borðið og lætur höfuðið leggjast á lappirnar á mér þannig að þegar ég lít niður í kjöltuna að þá það eina sé ég sé er fallegt krumpuandlit með hvolpa svip dauðans... Svo sætt. En það sem meira er að hún vælir með þessu... svona lítið grátur og svo kemur andardráttur á milli með ekkasoga og tár... Þá er hún að biðja um að láta taka utan um sig. Stundum finst henni nóg að fá að koma með framloppurnar á lærin á mér þar sem ég sit og ég tek utan um hana og knúsa hana þá verður hún sátt, eins og var í þessu tilviki en stundum vill hún láta halda á sér eins og litlu tveggja ára börnin. Þá gerir hún það sama nema ef ég stend þá fer hún upp á mig og grætur pínu og setur upp hvolpa svip... þá á að halda...
  Þeta er alveg magnað... Eru ykkar hundar að gera þetta líka eða? Já og þegar hún grætu þá er það bara virkilega eins og lítið barn að gráta.
  Og ef að eithvað barn er að gráta í sjónvarpinu eða nálægt okkur þá lítur hún þangað sem gráturinn kemur og svo mig til skiftis...svona eins og hún sé að spyrja mig hvort ég ætli nú ekki að hugga barnið.... og ég auðvitað geri ekkert því þessi börn hafa hingað til ekki veirð í minni umsjá..... að þá fer hún að gráta.... alveg merkilegt.

  Þið verðið að afsaka langlokuna en svona lagað hef ég aldrey á æfi minni séð í nokkru dýri svo ég varð bara að varpa þessari spurningu hérna inn... vonandi fæ ég svar Smile

  Kv. Harpa, Leó og Gríma

   Current date/time is Fri Dec 14, 2018 2:51 am