Boxer spjallið

Fyrir alla sem eiga það sameiginlegt að elska og virða hunda, hvort sem er eigendur eða velunnarar.


  Myrkvi

  Share

  Myrkvi

  Posts : 1
  Join date : 2009-11-21

  Myrkvi

  Post  Myrkvi on Sun Nov 29, 2009 3:13 pm

  Halló allir Smile
  Ég er búin að vera boxer aðdáandi í mörg ár og loksins er draumurinn búinn að rætast og maður er búinn að eignast boxer.
  Hann er fæddur í sumar og var algjört kríli þegar við fengum hann en núna er hann að verða 5 mánaða og er orðin heljarinnar flykki.
  Hann er að sjálfsögðu algjör snillingur og bara virkilega góður hundur. Auðvitað er hann prakkari en hann er líka mjög stilltur svona inná milli Laughing
  Við erum núna að æfa hann að eiga "heimsóknarteppi" þannig að þegar við förum í heimsókn að þá liggur hann bara á teppinu sínu stilltur og prúður. Það eru auðvitað ekki allir vinir manns sem vilja hafa heilan hund hlaupandi um allt:)
  En þetta er að ganga mjög vel og við erum líka á hvolpanámskeiði í Hundaskólanum okkar og það gengur rosalega vel. Við erum mjög ánægð með þann skóla.
  Það er gaman að skoða spjallið og myndirnar af fallegu hundunum ykkar.

  Hérna koma nokkrar af mínum.


  Hérna er hann rúmlega 8 vikna og nýkominn heim.


  Hérna er hann 3ja mánaða  Og þessar tvær eru teknar í snjónum í morgun. Ekkert smá gaman! Í dag vantar honum nokkra daga uppá að vera 5 mánaða.

  Við erum líka á youtube og er linkurinn á okkur hérna: https://www.youtube.com/user/CephalicLady

  Mig langar að spyrja hvort einhver sé að æfa e-rjar "íþróttir" með hundunum sínum eins og tíðkast mikið úti. T.d. flyball eða agility?

   Current date/time is Thu Jan 17, 2019 11:04 pm