Boxer spjallið

Fyrir alla sem eiga það sameiginlegt að elska og virða hunda, hvort sem er eigendur eða velunnarar.


  Að fita boxerinn...?

  Share
  avatar
  PerlaD
  Admin

  Posts : 85
  Join date : 2008-12-18
  Age : 33
  Location : Hvanneyri

  Að fita boxerinn...?

  Post  PerlaD on Sat Jan 31, 2009 12:49 pm

  Málið er það að þegar Tyson kemur til mín þá er hann frekar mjór og lítill bara...
  Hann á að vera í kringum 13 mánaða en hann er svo mikið minni en t.d. Púki sem Doddi á hérna á spjallinu og hann er bara 9 mánaða.
  Ég var fyrst með hann á Royal Canin boxer blöndunni en fanst það ekki vera að gera neit fyrir hann svo ég ákvað að skipta yfir í Science Plan frá Hill´s.
  Ég tek eftir því að hann er aaaðeins betri og mikið betri í feldi en mér finst hann samt ekkert vera að bæta þannig séð á sig...

  Hvað er til ráða með svona orkubolta?
  avatar
  IvanBoxer

  Posts : 17
  Join date : 2009-01-30
  Age : 31
  Location : Seyðisfjörður

  Re: Að fita boxerinn...?

  Post  IvanBoxer on Sat Jan 31, 2009 9:17 pm

  Heyðru hann Ivan minn var svona á þessum aldri líka.
  Það er erfitt að fita þá á meðan þeir eru undir 2ja ára aldri og þeir eru bara mjónur og sérstaklega á þessum aldri. Það var líka alltaf sett útá hvað hann væri mjór td. á sýningum.

  En ég reyndi allt á tímabili og svo prófaði ég bara að hætta að hreyfa hann! það voru bara hægar hæl göngur 1 sinni á dag og svo bara inni dund og eftir 2 vikur var hann orðinn vel pirraður en líka farinn að bæta aðeins á sig. En já það verður bara að leyfa þeim að vera mjónur undir 2ja ára:) Reyna bara að hafa hreifinguna hæfilega mikla en ekki of mikla.

  Ég er búin að prófa flest fóður fyrir Ivan og ProPower er það langbesta sem við höfum prófaðSmile Hann rekur sjaldnar við og það er minni lykt og feldurinn er góður og hann fær nó af orku:) En núna er ég samt byrjuð að elda hrísgrjón og kjúlla og slátur aukalega svona fyrir sýningu til að fá meiri "fyllingu" hehe.
  avatar
  PerlaD
  Admin

  Posts : 85
  Join date : 2008-12-18
  Age : 33
  Location : Hvanneyri

  Re: Að fita boxerinn...?

  Post  PerlaD on Sun Feb 01, 2009 12:05 am

  Já ég var líka búin að heira þetta en vantaði staðfestingu á því. Mér þykir svo leiðinlegt að fólk haldi að ég sé að vanrækja hundinn....
  En það er gott að þetta breitist.
  avatar
  IvanBoxer

  Posts : 17
  Join date : 2009-01-30
  Age : 31
  Location : Seyðisfjörður

  Re: Að fita boxerinn...?

  Post  IvanBoxer on Sun Feb 01, 2009 1:03 am

  Já þetta breytist:) En það er alls ekki slæmt að sleppa því að láta voffa hlaupa/vinna í einhvern tíma til að fita hann.. Það bitnar þá bara á þér þegar hann fer að naga þvottinn þinn eftir einhvern tíma hehe.. bounce en það er náttúrulegar ekki eðlilegt ef maður hættir bara að hreyfa hann, einsog svo alltof margir halda að sé í lagi. Hundurinn þarf að hafa vinnu einsog við og það er alltí lagi að gefa honum bara smá "leyfi" frá vinnu og taka bara inni vinnu í staðinn. Þótt það sé hundinum eðlislægt að ferðast í marga klukkutíma á dag þá finnst mér og ég séð það bara með Ivan að hann verður stundum að fá frí og kúra bara heilan dag:)

  Mér finnst líka bara alltí lagi með svona mjónur að gefa þeim milli bita.. ég er dugleg við að gefa Ivani ost og matarafganga ef ég veit nákvæmlega hvað er í matnum og hann má fá það.Smile
  avatar
  Max the Boxer

  Posts : 3
  Join date : 2009-01-31

  Re: Að fita boxerinn...?

  Post  Max the Boxer on Sun Feb 01, 2009 7:12 pm

  Hæ,
  Það á ekki að fita Boxer. Þeir eiga að vera grannir og vöðvarnir að sjást vel. Max var líka grannur þegar hann var yngri.

  Þegar hann var yngri átti hann í vandræðum með meltingu og feld og voru margar matartegundir prófaðar þangað til að við keyptum RC fyrir Boxer. Get alveg mælt með því. Öll vandamál hurfu, erum laus við allt prump, og nú þolir hann næstum hvaða mat sem er og hárlos er úr sögunni. Mér var bent á að gefa honum að éta tvisvar á dag, hálfan skammt í hádeginu og tæpan heilan skammt á kvöldin auk þess kartöflur og hefur það reynst voða vel, auk þess sem honum honum þykir þær algjört lostæti. Svo fær hann líka oft sykurlausa bíójógúrt með hrísköku.

  Max fær 1,5 til 2gja tíma göngutúra daglega, alveg sama hvernig viðrar og hefur honum ekki orðið meint af því. Kann ekki að setja mynd á spjallið ennþá til þess að sýna ykkur hann.

  Doddi

  Posts : 27
  Join date : 2009-01-30

  Re: Að fita boxerinn...?

  Post  Doddi on Sun Feb 01, 2009 7:26 pm

  mér finnst púki alltaf vera svo mjór líka, enn hann er greinilega alveg eðlilegur, hann er nýorðinn 9mánaða og er 25kg
  avatar
  Inger

  Posts : 38
  Join date : 2009-02-01

  mjónurnar....

  Post  Inger on Sun Feb 01, 2009 8:45 pm

  Hæ Boxerinn er að stækka þangað til hann nær kynþroska (sem er mismunandi hvernær þeir ná honum en svo eru þeir 3 ár að "massast" upp í þá stærð....það er að þangað til eru þeir svona eins og bólugrafnir unglinsstrákar sem eru orðnir frekar stórir, en allir útlimir of stórir og þeir ógó horaðir sjálfir og ganga um svona eins og kjánar (sjá ekki allir þessa mynd fyrir sér í hausnum?) en það er líka mikilvægt að þeir fái gott fæði og ekkert óvitlaust að hafa þá á hvolpafæði (fyrir stærri hvolpa) til 2 ára aldurs.

  kveðja Inger

  Doddi

  Posts : 27
  Join date : 2009-01-30

  Re: Að fita boxerinn...?

  Post  Doddi on Sun Feb 01, 2009 8:48 pm

  hvenær er algengast að þeir nái kynþroska? minn er 9mánaða og hann er ekki orðin það ennþá og hvernig verða þeir ef þeir eru geldir? verða þeir minni eða stærri? og hvenær má láta gelda?
  avatar
  Acer

  Posts : 44
  Join date : 2009-02-16

  Re: Að fita boxerinn...?

  Post  Acer on Mon Feb 16, 2009 3:10 pm

  Það er alltaf verið að segja við mig að Acer sé of horaður og líka ókunnugt fólk sem ég hitti úti í göngutúr segir að ég eigi að gefa greijið hundinum að éta.
  Hann étur alveg nóg og ég reyni að útskíra að þetta sé eðlilegt fyrir hann á þessum aldri. En sumir eru algerir dónar og einn gekk svo langt að kalla mig hundaníðing en við löbbuðum bara framhjá og þóttumst ekki heyra.

  Við Acer erum líka svo mikið á ferðinni og nánast allan daginn úti. En ég passa mig að hafa alltaf nesti á mér og gef honum oft yfir daginn. Wink

  Á hvaða fóðri eru hundarnir ykkar?
  Acer er á propack big breed poppy. og blautmat frá pedigree junior. Hann er með glansandi feld og stækkar.

  Doddi

  Posts : 27
  Join date : 2009-01-30

  Re: Að fita boxerinn...?

  Post  Doddi on Mon Feb 16, 2009 3:30 pm

  ég er með púka á hills, já ég hef oft lent í þessu líka að það sé sagt að hann sé alltof horaður og eithvað, frekar leiðilegt
  avatar
  PerlaD
  Admin

  Posts : 85
  Join date : 2008-12-18
  Age : 33
  Location : Hvanneyri

  Re: Að fita boxerinn...?

  Post  PerlaD on Mon Feb 16, 2009 8:18 pm

  Sama hérna. Hundleiðinlegt, en ég geng þá bara ennþá lengra við svona dóna og segi þeim að kynna sér tegundina áður en þeir fara að dæma annað fólk.

  Svo geta nú líka verið ýmsar ástæður fyrir hunda að vera of horaðir. Tyson varð eiginlega bara ósýnilegur eftir mikil og hörð veikindi sem hann gekk í gegn um rétt eftir að ég fékk hann.
  Hann horaðist niður í ekki neitt sko.

  En ekki bugast Smile
  avatar
  Hektor-Brúno

  Posts : 55
  Join date : 2009-01-30
  Location : Reykjavík

  Hár og grannur stuttur og breiður

  Post  Hektor-Brúno on Mon Feb 16, 2009 9:11 pm

  Já við þekkjum þetta vel hér
  Við höfum mikið pælt í þessu og niðurstaðan sem við höfum komis að er bara sú að þeir eru misjafnir eins og þeir eru margi
  Sumir eru stuttfættir og breiðir aðriri háfættir og grannir ekkert út á þetta að setja meðan þeir eru ungir.
  Svo er misjafnt eftir ræktendum líka hvernig byggingin á þeim erþ
  Þannig ekki örvænta þetta kemur allt saman Very Happy

  Okkar eru á proformance
  pro power og líka vel
  líka gott verð á þeim


  _________________
  Kær kveðja
  Hektor Brúno Ásdís og Ívar
  123.is/boxer

  Nick

  Posts : 2
  Join date : 2009-01-30

  Re: Að fita boxerinn...?

  Post  Nick on Thu Feb 19, 2009 9:31 pm

  Ein stelpa sem ég þekki á Doberman sem er einmitt búinn að eiga við það vandamál að stríða að vera of grannur

  Svo hitta ég hana fyrir um viku síðan og sá stóóórkostlega breytingu á hundinum frá því mánuði fyrr. Þá gat ég talið á honum rifbeinin úr 50m fjarlægð, en núna fann ég bara fyrir þeim þegar ég strauk - alveg eins og þetta á að vera Smile

  Hún sagði mér það að hún fór að gefa honum BRAUÐSNEIÐ á kvöldin. Jább, eitt stykki (eða fleiri, fer eftir þörf hundsins) brauðsneið með matnum. Brauð er auðvitað bara kolvetni, og sest beint utan á okkur mannfólkið ef við borðum það á kvöldin - afhverju ekki eins með hundana?

  Þetta allavega virkaði fyrir hana, langaði bara að segja ykkur frá þessu.
  avatar
  Lolla

  Posts : 51
  Join date : 2009-02-24
  Age : 39

  Re: Að fita boxerinn...?

  Post  Lolla on Mon Mar 02, 2009 2:01 am

  Hei rosa SNIÐ, ég held ég ætti að fara að rífa niður brauð í matinn hjá Bellu minni Smile
  avatar
  Dísin

  Posts : 10
  Join date : 2009-01-30

  Re: Að fita boxerinn...?

  Post  Dísin on Thu Mar 05, 2009 12:29 am

  Það er ekki sniðugt að gefa hundum brauð það er svo mikið af korni í brauði sem hundar ná ekki að mellta það verður bara einsog steinn í maganum á þeim http://hundar.is/Hrafaedi.htm mæli með þessu
  Ég var einmitt með svona mjónu vesen á mínum hann var alveg rosalegur það var hægt að telja hvert eitt og einasta bein í öllum líkamanum á honum hann er svona núna fyrst að koma til ég eyddi rúmlega hundrað þúsund krónum í að komast að því hvað var að að honum hann var alltaf með niðurgang hélt engu niðri og fékk enginn svör hjá dýralæknum hræðilegur tími held að ég sé búin að prufa hvert eitt og einasta fóður á markaðanum. Núna gef ég honum hráfæði ásamt því að gefa honum nýja íslenska fóðrið icepeet er bara ánægð með það og hann braggast vel.
  Verð eiginnlega að koma með svona fyrir og eftir myndir af honum þegar ég fæ tölvunna mina úr viðgerð.
  avatar
  Lolla

  Posts : 51
  Join date : 2009-02-24
  Age : 39

  Re: Að fita boxerinn...?

  Post  Lolla on Fri Mar 06, 2009 8:52 am

  Já þú verður að pósta mynd, en hann lítur MJÖG! vel út á profile myndinni Smile
  Ég passaði einu sinni einn boxer fyrir löngu síðan sem einmitt átti við svona vandamál að stríða og var allltaf!! með drullu g allt prufað og ekkert gekk, þannig þetta er frábært að þið hafið fundið lausn Smile

  Sponsored content

  Re: Að fita boxerinn...?

  Post  Sponsored content


   Current date/time is Fri Dec 14, 2018 4:22 am