Boxer spjallið

Fyrir alla sem eiga það sameiginlegt að elska og virða hunda, hvort sem er eigendur eða velunnarar.


  Ættbækur

  Share
  avatar
  Inger

  Posts : 38
  Join date : 2009-02-01

  Ættbækur

  Post  Inger on Sun Feb 01, 2009 8:36 pm

  Ættbækur og kostnaður! ég vildi bara velta vöngum yfir einu atriði svona í miðri kreppu Smile en það er kostnaður við ættbækur. Ég er nefnilega að leggja út í slíkt hjá Íshundum (tík frá Íshundum / Rakki frá HRFÍ) en númer 1 þá þarf ég að vera félagi í Íshundum (ekki nóg að ég sé með ættbók þaðan) minnir að það gjald hafi verið um 2500kr. Síðan þarf ég að skrá gotið, minnir að það hafi verið 7500kr en til þess að fá skráð sérstakt "ræktunarnafn" verð ég að borga 15000kr. Síðan þarf ég að borga 8500 kr fyrir hverja ættbók (6 hvolpar). Ég verð að segja að mér þykir þetta ótrúlega hár kostnaður fyrir ekki meiri vinnu við skráninguna á þeim heldur en er eða það er amk mín skoðun. Mér finnst hámark 5000kr á hverja bók vera meira en nóg og allt annað of mikið.

  þekki ekki hvernig þetta er hjá HRFÍ en ég get ekki ímyndað mér annað en að það sé svipað....

  ath ég á eftir að sækja klára ættbókardæmið mitt og því man ég ekki alveg tölurnar og sumar gætu verið hærri og aðrar lægri en þetta er nokkuð rétt munað hjá mér Smile

  annars vildi ég bara segja frábært framtak hjá ykkur hérna bæði hjá Ásdísi og Ívari sem og Perlu og hlakka til að kynnast fleirum ykkar betur Smile

  kveðja Inger og co
  avatar
  PerlaD
  Admin

  Posts : 85
  Join date : 2008-12-18
  Age : 33
  Location : Hvanneyri

  Re: Ættbækur

  Post  PerlaD on Sun Feb 01, 2009 8:55 pm

  Já það er rétt hjá þér, þetta er bara alltof dýrt! Finst þá frekar að það ætti bara að vera pakki sem hægt er að kaupa. Í staðinn fyrir að vera að flokka þetta svona mikið niður.

  Æjh ég veit það ekki, það er ekki tekið út með sældinni að rækta :S

  En hvernig er það, hvernig gengur sala á hvuttum í dag?
  Er fólk alveg jafn kaupglatt og fyrir ári síðan?
  avatar
  Hektor-Brúno

  Posts : 55
  Join date : 2009-01-30
  Location : Reykjavík

  Re: Ættbækur

  Post  Hektor-Brúno on Sun Feb 08, 2009 10:14 pm

  Já mér sýnist það. Ég hélt einmitt að þetta myndi minnka eins og staðan er í dag en þetta er ekkert að minnka þó fólk hafi minna á milli handanna og aðrir hlutir að hækka í verði. Vona svo innilega að fólk (sem er að fá sér fyrsta hvolp) núna í dag á þessum tíma sé búið að skoða, ath og hugsa málið rosalega vel áður en það kaupir. Þetta er vinna og kostnaður. ...En að sjálfsögðu skemmtileg vinna Smile Bara leiðinlegt hvað ég rekst mikið af auglýsingum með hvolpum gefins eða til sölu á lægra verði 4 - 10 mánaða "sökum ofnæmis" .


  _________________
  Kær kveðja
  Hektor Brúno Ásdís og Ívar
  123.is/boxer
  avatar
  PerlaD
  Admin

  Posts : 85
  Join date : 2008-12-18
  Age : 33
  Location : Hvanneyri

  Re: Ættbækur

  Post  PerlaD on Sun Feb 08, 2009 11:15 pm

  Það er spurning um að hafa samband við mig ef þið sjáið hunda gefins vegna einhverra aðstæðna og við gætum reint að redda því. Veit að Rottweiler klúbburinn er með heimilismiðlun sem ég sá um á sínum tíma og finst þetta bara alveg nauðsinlegt, sér í lagi þegar það er um marga hunda að ræða svo að þeir fari nú ekki á eitthvert flakk þessar elskur...

  Sponsored content

  Re: Ættbækur

  Post  Sponsored content


   Current date/time is Fri Dec 14, 2018 2:45 am