Boxer spjallið

Fyrir alla sem eiga það sameiginlegt að elska og virða hunda, hvort sem er eigendur eða velunnarar.


  Uppskiftir af hundanammi

  Share
  avatar
  PerlaD
  Admin

  Posts : 85
  Join date : 2008-12-18
  Age : 33
  Location : Hvanneyri

  Uppskiftir af hundanammi

  Post  PerlaD on Thu Feb 12, 2009 3:36 pm

  Ákvað að búa bara til nýjan þráð um þetta.
  En Hérna væri gott ef það kæmu allar uppskriftir sem þið kunnið eða heirðið af Smile
  avatar
  PerlaD
  Admin

  Posts : 85
  Join date : 2008-12-18
  Age : 33
  Location : Hvanneyri

  Re: Uppskiftir af hundanammi

  Post  PerlaD on Thu Feb 12, 2009 3:37 pm

  Hérna er uppskriftin frá Golíat:
  Ég prófaði að baka hnetusmjörskex fyrir Golíat og honum finnst það alvag rosalega gott. Skar það bara í smá bita. Set uppskriftina hér að neðan.

  2 msk. Olía
  ½ bolli hnetusmjör
  1 bolli vatn
  2 bollar hveiti
  1 bolli heilhveiti

  Forhitið ofninn í 180°c. Blandið saman olíu, hnetusmjöri og vatni. Bætið einum bolla af hveiti í einu og þegar það er búið þá er allt hnoðað í þétt deig. Rúllið deigið út í u.þ.b. 3mm þykkt og skerið í litlar kökur, má líka nota piparkökumót. Bakið við 180°c í 20 mínútur. Þetta nammi er fínt til að nota bara eina og eina köku í einu til að verðlauna hundinn þegar hann stendur sig sérstaklega vel.
  avatar
  harpa

  Posts : 41
  Join date : 2009-02-08

  Re: Uppskiftir af hundanammi

  Post  harpa on Thu Feb 12, 2009 5:54 pm

  Hér eru uppskriftir af hundanammi sem ég var að prófa í fyrsta skipti í dag. Gríma er búin að ganga fram og til baka um gólfin og fara upp á afturfæturnar og þefa og þefa alveg endalaust. Svo fékk hún að smakka pínu og henni finst þetta greinilega alveg algjört æði... ég fæ ekki frið! Smile

  Lifrabrauð

  460gr lifur (ég notaði nú alveg rúmlega 500gr, það var það sem var í pakningunni og það var bara allt í lagi) Það er alveg sama hvernig lifur er notuð.
  1 bolli hveiti eða spelt - speltið er hollara og ég notaði það, greinilega geðveikt gott með spelti
  1 bolli maizena mjöl
  3-4 kramin hvítlauksrif
  1 matskeið olía.

  Maukið lifrina í blandara og hrærið svo restinni af hráefninu saman við. Deigið verður frekar þykkt. Setjið bökunarpappír í skúffukökuform og smyrjið deginu á. Bakið við 175 gráður í ca 25 mín. Skerið svo í litla teningar ca 1x1cm og þurrkið í ofninum við 100 gráður eins lengi og ykkur finnst þurfa. Því betur sem teningarnir eru þurkaðir því lengur geymast þeir. Þetta nammi klístrast ekki...  Nautahjarta nammi

  Sjóðið hjörtun (má nota hvaða hjörtu sem er) við vægan hita í vatni með smá hvítlauksdufti í u.þ.b. 2 1/2 tíma. Takið úr vatninu og látið kólna. Sneiðið í litla bita, setjið í litla poka og geymið í frysti.


  Þetta var sem sagt alveg ógeðslega gott!!!
  avatar
  PerlaD
  Admin

  Posts : 85
  Join date : 2008-12-18
  Age : 33
  Location : Hvanneyri

  Re: Uppskiftir af hundanammi

  Post  PerlaD on Thu Feb 12, 2009 6:39 pm

  úhh geggjað verð að prufa Smile
  avatar
  Tímon_Roxy

  Posts : 23
  Join date : 2009-01-29
  Age : 41
  Location : Reykjavik, Iceland

  Re: Uppskiftir af hundanammi

  Post  Tímon_Roxy on Fri Feb 13, 2009 11:00 pm

  ég er ekki sérfræðingur en ég veit að hvítlaukur er hættulegur fyrir hunda líka laukur, jardarber,vínber og hnetur.
  það er nóg að steikja lifur á pönnuni í cirka 1 min. og svo skella þessu í ofn í svona 5tíma 100gráður, skera i bita, þetta klikkar aldrei, ég geymi svona nammi í frysti.

  Sponsored content

  Re: Uppskiftir af hundanammi

  Post  Sponsored content


   Current date/time is Fri Dec 14, 2018 2:45 am