Boxer spjallið

Fyrir alla sem eiga það sameiginlegt að elska og virða hunda, hvort sem er eigendur eða velunnarar.


  Mikið frost??

  Share
  avatar
  Acer

  Posts : 44
  Join date : 2009-02-16

  Mikið frost??

  Post  Acer on Thu Feb 26, 2009 8:06 pm

  Hvernig eru ykkar boxerar að höndla frostið?
  Ok, þeir eru náttúrlega með stuttann feld og litla fitu og sjálfsagt þurfa þeir ábreiðu í miklu frosti.
  En mér finnst Acer vera tipplandi og vilja ekki mikið stíga niður í lappirnar ef það er mikið frost, hvernig eru ykkar hundar?? scratch
  avatar
  Hektor-Brúno

  Posts : 55
  Join date : 2009-01-30
  Location : Reykjavík

  Fatta ekki

  Post  Hektor-Brúno on Thu Feb 26, 2009 8:16 pm

  Hlunkarnir mínir slást og hlaupa svo mikið að þeir fatta örugglega ekki að það sé frost Very Happy


  _________________
  Kær kveðja
  Hektor Brúno Ásdís og Ívar
  123.is/boxer
  avatar
  PerlaD
  Admin

  Posts : 85
  Join date : 2008-12-18
  Age : 33
  Location : Hvanneyri

  Re: Mikið frost??

  Post  PerlaD on Fri Feb 27, 2009 1:18 pm

  Acer wrote:Hvernig eru ykkar boxerar að höndla frostið?
  Ok, þeir eru náttúrlega með stuttann feld og litla fitu og sjálfsagt þurfa þeir ábreiðu í miklu frosti.
  En mér finnst Acer vera tipplandi og vilja ekki mikið stíga niður í lappirnar ef það er mikið frost, hvernig eru ykkar hundar?? scratch

  Það getur vel verið að hann sé með frost sprungur á þófunum. Þá er svo vont að stíga niður í kuldann Sad En það er eitt húsráð við þessu svo það komi ekki sár. Bara setja á hann alveg heeeling af vaselíni eða AB rakakremi og svo í sokka Smile Ég set Neró alltaf í sokka af mér bara, svona hæl sokka og teipa svo sokkinn þannig að hann situr nokkurnveigin fastur. Þeim líkar þetta alls ekkert fyrst en þetta venst. Bara banna þeim að rífa sig úr þessu Smile Það ætti að gróa og þá verða þófarnir mjúkir og góðir eftir smá Smile
  avatar
  Max the Boxer

  Posts : 3
  Join date : 2009-01-31

  Re: Mikið frost??

  Post  Max the Boxer on Fri Feb 27, 2009 7:34 pm

  Max þolir hvaða veður sem er. Ef það er mjög kalt þá þarf bara að passa upp á að hann hreyfi sig. Eitt sem ég hef aldrei farið fram á og það er að hann þurfi að setjast ef við stoppum. Enda hlýtur það að vera hrikalegt að setjast á kalda jörðina Laughing . Við höfum ekki orðið vör við vandamál á þófunum, en hann fær alltaf gott fótabað eftir labbitúrinn og þá skolast burt sandur og salt auk þess að hann er þá ekki að bera þetta í íbúðina. Erum svo heppin að hafa góða aðstöðu til þess.
  avatar
  Lolla

  Posts : 51
  Join date : 2009-02-24
  Age : 39

  Re: Mikið frost??

  Post  Lolla on Sat Feb 28, 2009 2:06 pm

  Bella þorði ekki út að pissa eftir að við fengum hana, hún skalf og það var líka ógeðslega kalt , svo núna er þetta allt að koma Smile því meira sem hún bætir á sig því meira höndlar hún kuldann Smile
  avatar
  Acer

  Posts : 44
  Join date : 2009-02-16

  Re: Mikið frost??

  Post  Acer on Sun Mar 01, 2009 10:53 pm

  já, ég þvæ Acer alltaf á löppunum og ber á hann A+D áður en við förum að sofa. Smile Verð að prufa að hafa greyjið í sokkum. Idea
  En það er gott ráð að þrífa lappirnar alltaf eftir að maður er búinn að vera úti. Wink
  Acer er náttúrlega mikið til skinn og bein, svo breitist það þegar hann verður eldri Laughing

  Það er nefninlega svo gaman að vera úti og leiðinlegt ef Acer líður ekki eins vel. Crying or Very sad
  avatar
  Tito

  Posts : 9
  Join date : 2009-02-02
  Location : Reykjavík

  Re: Mikið frost??

  Post  Tito on Tue Mar 03, 2009 5:19 pm

  Eg held að Tító finni engan mun á því hvort það sé snjór, rigning eða sól. Það er bara eitt stórt party að fara út. Honum finnst rosa gaman að borða snjó þannig það er rosa mikið sport að vera úti að leika núna hehe Very Happy
  Eg hef ekkert fundið fyrir þvi að þófarnir séu eitthvað þurrir. það er kannski eitthvað misjafnt "einstaklingsbundið" haha!!
  avatar
  Acer

  Posts : 44
  Join date : 2009-02-16

  Re: Mikið frost??

  Post  Acer on Thu Mar 05, 2009 2:04 pm

  það er í lagi ef það er undir -10 gráðu frost. En það var hérna í byrjun febrúat stanslaust í tvær vikur -15--19 gráðu frost og þá var bara eiginlega ekki hægt að fara með greijið út. Sad Samt finnst mér hann vera dálítið þurr á þófunum og ber þessvegna á hann. Finnst samt ekki vera sprungur en maður veit aldrei.

  Sponsored content

  Re: Mikið frost??

  Post  Sponsored content


   Current date/time is Fri Dec 14, 2018 3:45 am