Boxer spjallið

Fyrir alla sem eiga það sameiginlegt að elska og virða hunda, hvort sem er eigendur eða velunnarar.


  Boxer Standard

  Share

  AtliÖrn

  Posts : 7
  Join date : 2009-01-30

  Boxer Standard

  Post  AtliÖrn on Fri Jan 30, 2009 2:32 am

  Boxer eða böggur er hundategund sem á ættir sínar að rekja til mastiff-hunda sem voru bardagahundar til forna. Hann kom fyrst fram á hundasýningu í München árið 1895 og varð viðurkenndur í Bandaríkjunum árið 1904. Boxer er blíður hundur og oftast barngóður. Hann þarf frekar mikla hreyfingu og þjálfun. Hann er góður varðhundur en á það til að slást við aðra hunda.

  Rakkar eru 57-63 cm að herðakambi og eru um 30 kg

  Tíkur 53-59 cm að herðakambi og eru um 25 kg.  leyfilegir litir:
  Boxer-hundar eru ýmist gulbrúnir eða bröndóttir. Gulbrúnn litur getur verið í ýmsum tónum, frá mjög ljósum upp í dökkan rauðbrúnan lit. Fallegastur þykir þó rauðbrúnn litur, sem er mitt á milli hins ljósa og dökka. Gríma á trýni á að vera svört. Bröndóttir hundar í þeim litum sem nefndir hafa verið, hafa svartar rendur sem liggja í sömu átt og rifbein. Grunnlitur er ólíkur röndunum, svo þær sjáist vel. Hvítur litur með grunnlit er fallegur og er hann leyfilegur.

  Umhirða
  Stuttur feldur Boxer þarf litla umhirðu. bursta þarf yfir hann af og til og gott er aðstrjúka yfir hann með vaskaskinns hanska þar til hann glansar. Hrukkur í andliti þarf að þrýfa vel reglulega og halda verður þeim þurrum og hreinum.


  Uppruni
  Eins og allir Mastiff, eru forfeður Boxers, fyrir utan austræna Molossians, tegundir sem voru notaðar til hundaslagsmála og einnig verndara gegn villtum dýrum. Þýski Bullenbeisser (nú útdauður) var blandaður við Enska Bulldog til að skapa nútíma Boxer hundinn árið 1890. Boxerinn var fyrst sýndur árið 1896 í Þýskalandi, tuttugu hundar voru sýnir og voru þeir mjög ólíkir og lögð var mikil vinna í að staðla tegundina. Ræktunarmiðið var samþykkt einhverjum 10 árum seinna. Tegundin var notuð af Þýska hernum í fyrri heimstyrjöldinni. Boxer er mjög vinsæll sem félagi og varðhundur.

   Current date/time is Fri Dec 14, 2018 3:16 am