Boxer spjallið

Fyrir alla sem eiga það sameiginlegt að elska og virða hunda, hvort sem er eigendur eða velunnarar.


  Ein að springa úr monti!!!

  Share
  avatar
  harpa

  Posts : 41
  Join date : 2009-02-08

  Ein að springa úr monti!!!

  Post  harpa on Thu Apr 09, 2009 7:59 am

  Hæ, hæ!
  Mig langaði bara að deila því með ykkur að hún Gríma var í ,,útskriftar"prófi í gærkvöldi frá Hvolpa- og Grunnnámskeiðinu og náði því alveg með glæsibrag! Smile
  Hún tók að vísu pínu boxertakta á innkallið og þurfti að fara pínu aukahring og sveifla keðjuólinni aðeins áður en hún kom til mín. He,he Very Happy En annars gekk þetta rosavel. Kennarinn meira að segja hélt að hún væri 8 mánaða og varð rosa hissa þegar ég leiðrétti hana og sagði henni að hún væri bara ný orðin 6 mánaða Very Happy
  Guð maður er svo montin!!! Vildi bara deila þessu með ykkur.
  Hafið það svo gott um páskana!
  Kv. Harpa, Leó og Gríma skólastelpa. Smile
  avatar
  Hektor-Brúno

  Posts : 55
  Join date : 2009-01-30
  Location : Reykjavík

  Glæsilegt

  Post  Hektor-Brúno on Thu Apr 09, 2009 5:56 pm

  Frábært að heyra til hamingju með það.
  og gleðilega páska


  _________________
  Kær kveðja
  Hektor Brúno Ásdís og Ívar
  123.is/boxer
  avatar
  Tímon_Roxy

  Posts : 23
  Join date : 2009-01-29
  Age : 41
  Location : Reykjavik, Iceland

  Re: Ein að springa úr monti!!!

  Post  Tímon_Roxy on Fri Apr 10, 2009 12:05 am

  til hamingju cheers cheers cheers
  avatar
  Lolla

  Posts : 51
  Join date : 2009-02-24
  Age : 39

  Re: Ein að springa úr monti!!!

  Post  Lolla on Fri Apr 10, 2009 7:18 pm

  Til LUKKU Smile bounce

  Golíat

  Posts : 7
  Join date : 2009-02-02

  Til lukku!

  Post  Golíat on Thu Apr 16, 2009 1:54 pm

  Golíat kláraði einmitt sitt hvolpanámskeið í lok mars og stóðst það með ágætum fyrir utan innkallið og ég er ennþá í vandræðum með að fá hann til að koma þegar ég kalla á hann sérstaklega ef það er einhver truflun. Mig langaði svo að forvitnast hvernig þetta gengur hjá ykkur og þá hvaða aðferð þið notið.
  Kveðja,
  Ragga og Golíat
  avatar
  Acer

  Posts : 44
  Join date : 2009-02-16

  Re: Ein að springa úr monti!!!

  Post  Acer on Sun Apr 19, 2009 12:03 am

  til hamingju með útskriftina. cheers
  Ég er reyndar líka í vandræðum með innkallið, hann kemur yfirleitt en ef hann sér eitthvað forvitnilegt þá hlustar hann ekki! Er alveg til í einhver ráð Wink Þetta er samt í rauninni hans eina vandamál, því hann er þvílíkt duglegur að gegna öllu öðru, sitja-leggjast-heilsa-kyrr-takk (þá sleppir hann öllu sem hann er með uppí sér)-setja dót á trínið og bíða, hann leikur þetta léttilega þó það séu alskonar læti í kring. Hann lætur líka vita þegar hann þarf að fara út að gera þarfir sínar, hann gengur við hæl á slökum taum. Hann er alveg yndislegt dýr. En það er eitthvað með að koma sem tekur lengri tíma að gegna! hehe Wink)
  avatar
  Dísin

  Posts : 10
  Join date : 2009-01-30

  Re: Ein að springa úr monti!!!

  Post  Dísin on Wed Apr 22, 2009 1:49 pm

  Til hamingju með þetta cheers
  Þegar ég fór með Móra í þetta próf var alveg hrikalega kallt grenjandi rigning og rok og hann var ekki alveg á því að fara leggjast eða sitjast í renandi blauta götunna þar sem hann næstum því hárlaus á bringunni og hrikalega grannur Laughing Enn við fengum samt mjög fína einkun því hann vissi að við vorum búin að vera dugleg í tímunum Very Happy
  avatar
  Inger

  Posts : 38
  Join date : 2009-02-01

  til lukku

  Post  Inger on Fri Apr 24, 2009 2:54 pm

  Til lukku með útskriftina..........

  ég vildi að ég hefði eitthvað gullið ráð við innkallinu en minn 4 ára Funi hlýðir því ekki einu sinni ef það er eitthvað meira spennandi að sjá.....

  þarf að ég held bara meiri aga, tíma og þrautseigju í þetta mál Smile

  harahara

  Posts : 1
  Join date : 2009-04-26

  Innkall

  Post  harahara on Sun Apr 26, 2009 11:58 pm

  Ég gafst upp á innkalli hjá mínum sem er orðinn fjögurra og hálfs árs. Það kemur þó fyrir að hann hlýði en það hefur reynst mér leið út úr þessum ógöngum að segja "Kjurr" og þá stendur hann kjurr. Síðan bara sæki ég hann eða eins og Múhammed sagði, ef fjallið kemur ekki til mín þá fer ég til fjallsins. Það má kannski nota þessa aðferð á meðan hin er æft.

  Sponsored content

  Re: Ein að springa úr monti!!!

  Post  Sponsored content


   Current date/time is Fri Dec 14, 2018 4:14 am